Öll folöld sumarsins fædd
- rosberg27
- 11 minutes ago
- 1 min read
Þá eru folöld sumarsins fædd. Útkoman er tvær hryssur og þrír hestar. Það fyrsta sem fæddist var Smáralind frá Söguey undan Sýn frá Söguey og Smára frá Söguey. Smáralind er einlit jörp eins og amma hennar Smáralind frá Kollaleiru. Það var einmitt Smárlind sem kom með næsta folald en það er jarpur hestur undan Miðli frá Hrafnagili. Snerpa frá Úlfsstöðum var næst með rauðan hest undan Sólfaxa frá Herríðarhóli. Næst fæddist jarpstjörnótta hryssan Súld frá Söguey undan Smára mínum og Ljósbrá frá Úlfsstöðum. Að lokum fæddist fyrir sunnan Suðri frá Söguey undan Gígju frá Úlfsstöðum og Guttormi frá Dallandi, brúnn að lit.





Comments