top of page

Skálmöld glæsilegasta folaldið

Á folaldasýningu Hrossaræktarfélagsins Náttfara sem haldin var 18. janúar sigraði Skálmöld frá Söguey flokkinn glæsilegasta folaldið að mati áhorfenda. Skálmöld er undan Loka frá Selfossi og Sýn frá Söguey sem er fyrstu verðlauna Keilisdóttir. Sýn hefur skilað afbragðshrossum s.s fyrstu verðlauna hrossunum Austra frá Úlfsstöðum, Sögu frá Söguey og Svaka frá Úlfsstöðum. Bróðir Skálmaldar, Roði frá Úlfsstöðum sigraði hestflokkinn á foladasýningu Náttfara fyrir ári síðan. Það verður spennandi að fylgjast með framvindun mála hjá þeim systkinum á næstu árum.


Skálmöld frá Söguey sólarhringsgömul
Skálmöld frá Söguey sólarhringsgömul

 
 
 

Comments


bottom of page