Hafsteinn frá Vakurstöðum
Landsmótssigurvegari, Íslandsmeistari, Reykjavíkurmeistari bara nefndu það hann hefur unnið þetta allt og meira til. Stallion North kynnir til leiks Hafstein frá Vakurstöðum til notkunar í sumar. Virkilega athyglisverður alhliða hestur undan Álfasteini frá Selfossi og Hendingu frá Hvolsvelli. Það er ekki bara að Hafsteinn hafi náð langt á keppnisvellinum því hann er einnig afar hár í kynbótadómi þar sem hann hefur hlotið 8,63 fyrir sköpulag, 8,75 fyrir hæfileika og í aðaleinkunn 8,70
Heildarverð á folatolli er 140.000 kr með vsk.
Nánari upplýsingar og pantanir á netfangið rosberg@rosberg.is
Sólfaxi frá Herríðarhóli
Stallion North kynnir með stolti Sólfaxa frá Herríðarhóli til notkunar í Eyjafirði eftir Landsmót. Sólfaxi státar af hvorki meira né minna en tveimur tíum í hæfileikum, fyrir tölt og hægt tölt. Hann hefur hlotið 8,69 fyrir sköpulag og fyrir hæfileika 8,41 sem gerir 8,51 í aðaleinkunn. Hæfileikar án skeiðs 9,03 og aðaleinkunn án skeiðs 8,91.
Sólfaxi er undan Óskasteini frá Íbishóli og Hyllingu frá Herríðarhóli. Óskasteinn sjálfur hlaut 9,5 fyrir tölt og hægt tölt á sínum tíma og Hylling er með 9,0 fyrir báða eiginleika í sínum hæsta kynbótadómi en fékk þó 9,5 fyrir hægt tölt, 7 vetra. ( Eiðfaxi )
Heildarverð á folatolli er 220.000 kr m/vsk
Nánari upplýsingar og pantanir á netfangið rosberg@rosberg.is
Mynd/ Nicki Pfau
Hrókur frá Skipaskaga
Stallion North kynnir til leiks Hrók frá Skipaskaga til notkunar í sumar. Hrókur er á fimmta vetur undan Eldjárni frá Skipaskaga og Visku frá Skipaskaga. Það er óþarfi að tíunda gæðin í hrossunum frá Skipaskaga sem fyrir löngu hafa sannað ágæti sitt. Árni Björn Pálsson þjálfar nú Hrók og er stefnt með hann í dóm í vor og vonandi í framhaldinu á Landsmót.
Verð á folatolli er 160.000 kr m/vsk
Nánari upplýsingar og pantanir á netfangið rosberg@rosberg.is
Hér að neðan má sjá mynband af Hrók 4. vetra:
https://video.wixstatic.com/video/8a74b9_f045b404855340588ccd556577b6bb5e/360p/mp4/file.mp4