top of page

Tvær í fyrstu verðlaun

Sumarið var gott hjá Söguey varðandi kynbótasýningar. Tvær hryssur komu til dóms og enduðu báðar yfir áttunni í aðaleinkunn. Ugla frá Söguey, sex vetra var sýnd í tvígang, í fyrra skiptið í 7,86 í aðaleinkunn en 8,14 í það síðara. Ugla var ekkert tamin 4. vetra en Egill Bjarnason var með hana 5. vetra og Daníel Jónsson og Bertha þjálfuðu hana svo 6. vetra og sýndu. Hún hlaut 8,08 fyrir byggingu og 8,17 fyrir hæfileika. Ugla er undan Skessu frá Kópavogi og Álfssyninum, Eld frá Naustum 111.

Dís frá Úlfsstöðum var einnig sýnd í sumar. Hún er fimm vetra og var frumtamin og sýnd af Hans Kjerúlf 4. vetra gömul. Hún hlaut þá 7,98 í aðaleinkunn. Daníel og Bertha voru svo með hana sl. vetur og svo fór að Daníel sýndi hana í 8,34 fyrir byggingu, 8,26 í hæfileika og 8,29 í aðaleinkunn. Dís er undan Ljósvíking frá Úlfsstöðum og Smáralind frá Kollaleiru.

Dís frá Úlfsstöðum
Dís frá Úlfsstöðum
Ugla frá Söguey
Ugla frá Söguey

 
 
 

Comments


bottom of page