Hello

Velkomin á Hestaleiga.is

Hestaleigan Kátur er opin allt árið um kring. Við bjóðum uppá eins til tveggja klukkustunda langar ferðir alla daga.

Hestaleigan

Logo með texta 2 lítilHestaleigan Kátur býður upp á eins til tveggja klukkustunda langar ferðir alla daga. Einnig eru í boði sérsniðnar ferðir fyrir hópa þar sem við reynum að mæta óskum hvers hóps. Það er fátt skemmtilegra en að njóta náttúrunnar á hestbaki og tilvalið fyrir ferðamanninn að hvíla bílinn og upplifa íslenska hestinn.

Kvöldferðir eru í boði alla daga, sótt á hótel (sé þess óskað) kl.20:00. Lagt af stað í reiðtúr kl.20:30 til kl.22:30 ca. Skil á hótel kl.23:00 (sé þess óskað). Í kvöldferðum er boðið upp á léttar íslenskar veitingar. Lágmarksfjöldi í kvöldferðir eru 4 manns og eru kvöldferðir farnar frá 1. júní til 15. ágúst.

Riðið er frá hestaleigunni niður að Eyjafjarðará og upp með henni að austanverðu á sumrin. Á veturnar er riðið frá Höskuldsstöðum og niður að Eyjafjarðará. Boðið er upp á akstur frá Akureyri sé þess óskað 1500 kr á mann.  Leiðsögumaður er með í öllum ferðum, einn eða fleiri. Hestaleigan bíður ekki upp á reiðfatnað en að sjálfsögðu útvegum við hjálma á alla. 13 ára og yngri verða vera í fylgd með fullorðnum. Mæting er 15 mín fyrir brottför.

 

Verðlisti:

1 klukkustund 7.500 kr

2 klukkustund 11.000 kr

Kvöldferðir 20.000 kr

1/2 klst teyma undir krökkum 5000 kr

 

 

Hér fyrir neðan er kort sem sýnir staðsetningu hestaleigunar.

Kaupvangsbakkar, Eyjafjarðarsveit.

601 Akureyri.

kortReiðnámskeið

Kennslan á reiðnámskeiðunum skiptist í verklega og bóklega kennslu. Barnahópnum er skipt í tvo hópa, annar hópurinn fer í bóklegt og hinn í leiki og verklegt og svo er skip. Námskeiðin eru mest byggð upp á verklega þættinum þannig að börnin öðlist leikni og hæfni í að sitja og stjórna hestinum. Börnin munu kynnast helstu gangtegundum hestsins, læra undirstöðuatriði í umhirðu hans og hvernig á að leggja á, teyma og beisla hest. Hvert barn hefur sama hestinn út námskeiðið og nær því að mynda góð tengsl við hann. Nemendur geta tekið með sér sína eigin hesta ef þeir kjósa það. Nemendur þurfa að taka með sér nesti alla dagana, nema síðasta dag námskeiðisins. Mikilvægt er að klæða sig alltaf eftir veðri.

Mikilvægt er að börnin séu í öruggum höndum og að allur aðbúnaður sé eins og best verður á kosið. Hestaleigan útvegar öll reiðtygi, beisli, reiðmúl og hnakk með öryggisístöðum. Öll börn fá reiðhjálma við hæfi og gætum við þess vel að reiðhjálmurinn passi og sitji rétt á barninu. Auk þess fá öll börnin öryggisvesti sem veita vörn gegn áverkum á baki og dregur úr áhrifum við högg með því að dreifa þrýstingnum á stærra svæði.

Reiðhjálmar og öryggisvesti eru CE vottuð.

Námskeiðsgjöld skulu vera greidd áður en barnið mætir á námskeið. Komi til afbókunar á námskeiði skal það tilkynnt með minnst viku fyrirvara og verður þá námskeiðsgjald endurgreitt eða nemandi færður yfir á annað námskeið.

Öll börn þurfa að skila inn öryggisblaði fyrsta námskeiðsdaginn. Á öryggisblaðinu koma fram upplýsingar um barnið, aðstandendur og annað sem foreldrar/forráðarmenn vilja koma á framfæri. Ef eitthvað kemur fyrir barnið fylgir öryggisblaðið og starfsmaður barninu. Allar upplýsingar um barnið verður farið með í samræmi við lög og reglur um meðferð persónuupplýsinga. Upplýsingarnar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Að námskeiðum loknum er slegið upp grillveislu. Hestaleigan bíður upp á pylsur og safa og við höfum gaman saman. Börnin fá svo mynd af sér og hestinum sínum með sér heim.

Öryggisblað

Reiðnámskeið sumarið 2016

IMG_1511

Öryggisblað

Folöld: Þessi námskeið er fyrir börn á aldrinum 5-6 ára. Í Folaldahópi læra börnin undirstöðuatriði í umgengni við hesta og reiðmennsku ásamt því að læra ásetu og stjórnun.
Trippi: Þessi námskeið er fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í hestamennsku. Börn 7 ára og eldri. Í Trippahópi læra börnin undirstöðuatriði í umgengni við hesta og reiðmennsku, ásetu og stjórnun. Einnig læra þau um byggingu og háttalag hesta.
Reiðhestar: Þessi námskeið er fyrir börn sem hafa sótt reiðnámskeið áður eða hafa reynslu af hestum. Börn 7 ára og eldri.Í Reiðhestahópi eiga nemendur að kunna undirstöðuatriðin í reiðmennsku. Lögð er áhersla á jafnvægi og að nemandi nái góðu og traustu sambandi við hestinn sinn. Farið verður í skemmtilega reiðtúra í nágreninu.
Ferðahestar: Einungis vön börn geta sótt þetta námskeið. Börn 10 ára og eldri. Í Ferðahestahóp er lögð áhersla á langa reiðtúra og hvernig ber að hirða hestinn á ferðalögum. Nesti er tekið með í reiðtúrana og borðum við nestið saman í náttúrunni.

Systkinaafslátturr er fyrir annað systkinið 25% afsláttu.
DÆMI: tvær systur borga þá saman 35.000kr í stað 40.000kr.

Reiðnámskeið 2016 – Öll námskeið eru kennd

frá kl 8:00 til 12:00

6. júní til 10. júní Reiðhestar 20.000 kr
13,14,16,18. júní Folöld 16.000 kr
20. júní til 23. júní Trippi – FULLT 16.000 kr
27. júní-1. júlí Reiðhestar 20.000 kr
4. júlí til 8. júlí Ferðahestar 20.000 kr
11. júlí til 15. júlí Reiðhestar/Trippi 20.000 kr
20,21,22. júlí Folöld 12.000 kr
25. júlí til 29. júlí Ferðahestar 20.000 kr
1,2,3,5. ágúst Trippi – FULLT 16.000 kr
8. ágúst til 12. ágúst Reiðhestar 20.000 kr
15. ágúst til 19. ágúst Ferðahestar 20.000 kr

Börn sem vilja koma á reiðnámskeið hjá Hestaleigunni Kát þurfa að greiða námskeiðið og skila inn öryggisblaði á fyrsta námskeiðsdegi. Ekki verður tekið við þeim börnum sem koma ekki með öryggisblað og/eða greiða ekki námskeiðsgjald. Öryggisblaðið má finna á heimsasíðu hestaleigunnar.

Skráningar berast á ferdafakar@gmail.com

Ef þið hafið ekki fengið staðfestingu á skráningu innan viku. Vinsamlegast sendið skráningu aftur á ferdafakar@gmail.com

www.hestaleiga.is

Kveðja Ferðafákar

Reiðnámskeið fyrir konur

Gengur þú með þann draum í maganum að komast aftur í hnakkinn? Nú er tækifæri að yfirvinna óttann og hafa gaman af því að vera í hnakknum!
Kennari verður Inga Bára Ragnarsdóttir, hún er fædd og uppalin í Eyjafjarðasveit og hefur stundað hestamennsku frá barnsaldri. Þær sem vilja geta fengið hesta á staðnum eða komið með sinn eigin hest Hjálmar og reiðtygi á staðnum.
Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma: 8482360 og ferdafakar@gmail.com
Hvetjum vinkonur til þess að skrá sig saman á þetta skemmtilega námskeið!
Skráning á ferdafakar@gmail.com
Hlökkum til að vinna með ykkur!

Í boði eru tvö námskeið þar sem kennt er frá kl: 17-19
20. júní til 23. júní – 15.000 kr – FULLT
15. ágúst til 18. ágúst – 15.000 kr

Um okkur

Eigendur Ferðafáka ehf:

Ferðafákar ehf keyptu hestaleiguna Kát í mars 2015

Baldur Rúnarsson er fæddur og uppalinn í Hveragerði og hefur stundað hestamennsku frá barnsaldri. Hefur unnið við garðyrkju og tamningar auk þess sem hann hefur unnið í fangavörslu á Litla Hrauni í 20 ár. Menntun, Fangavörður að mennt. Tamninga- og járningamaður.

Hlynur Kristinsson er fæddur og uppalinn í Hrísey og hefur stundað hestamennsku frá unglingsaldri. Hefur unnið í Vífilfell í 15 ár og hefur verið sjálfstætt starfandi 8 ár með vinnuvélar. Sjálfstætt starfandi, verktaki með vinnuvélar.

Inga Bára Ragnarsdóttir er fædd og uppalin í Eyjafjarðasveit og hefur stundað hestamennsku frá barnsaldir auk þess sem foreldrar hennar hafa stundað hrossarækt í mörg ár. Hefur unnið við í garðyrkju, ferðaþjónustu og kennslu. Menntun, leikskólakennari. 

Kolbrún Sigurlásdóttir er fædd og uppalin í Eyjafjarðarsveit og hefur stundað hestamennsku frá barnsaldri. Hefur unnið við veitingastörf og umönnunarstörf síðan 1995. Menntun, hjúkrunarfræðingur með kennsluréttindi á háskólastigi.

 

 

 

 

 

 

Contact

<?php do_action('wpml_add_language_selector'); ?>

Thank you! I have received your message.

name

email

message

Contact Info

(+354)6957218

ferdafakar@gmail.com