top of page

Söguey

Ég keypti ræktunarnafnið Söguey sumarið 2023 eftir að hafa selt Hrísa. Söguey á sér 20 ára sögu en það var daninn Torben Haugaard sem stofnaði nafnið og er fyrsta hryssan sem kennd er við Söguey, Sýn Keilisdóttir fædd 2003 sem ég rækta undan í dag. Sýn er 1. verðlaunahryssa sem og systir hennar Sif Orradóttir sem er í eigu Torben en ég fékk hryssu undan henni í sumar og Sjóð Kirkjubæ. Einnig á ég helminginn í veturgömlum hesti undan Sif og Organista á móti Torben. Móðir þessara hryssa er Gefjun frá Sauðanesi sem Torben eignaðist 1998 og sýnd var í fyrstu verðlaun 4. vetra árið 2002. Samtals eignaðist Gefjun 15 afkvæmi. Sygin frá Söguey er þriðja systirin sem ég eignaðist undan er ég keypti Skáldu frá Skáldalæk tæplega veturgamla, hún er nú á 4 vetri. Saga frá Söguey er í ræktun hjá mér í dag en hún er undan Sýn og Hágangi frá Narfastöðum. Saga er 1. verðlauna hryssa sem byrjað er að temja undan og lofar góðu. Á þessari upptalningu sést að tengingin við Söguey var það mikil að ekkert vit var í öðru en að reyna að eignast það sem svo varð að veruleika þökk sé Torben.

bottom of page