top of page
IMG_4940.jpg

Ræktunarhryssur

sýn frá söguey_edited.jpg

Sýn frá Söguey

IS2003201081

Sýn er í eigu Jónasar Hallgrímssonar á Úlfsstöðum sem lánaði mér hana í ræktun þegar hann hætti í hrossarækt 2022.

Sýn er fyrstu verðlauna hryssa undan Keili frá Miðsitju og Gefjun frá Sauðanesi.

 

​Sýn hefur skilað afar góðum afkvæmum og hafa þrjú þeirra farið í fyrstu verðlaun, Austri frá Úlfsstöðum, Saga frá Söguey og Svaki frá Úlfsstöðum. Alls eru sex afkvæmi hennar sýnd. Sýn er nú fylfull við Loka frá Selfossi.

Afkvæmi Sýnar

Austri frá Úlfsstöðum

IS2009176234

Faðir: 

Bragi frá Kópavogi

Aðaleinkunn 8,29

Safír frá Söguey

IS2012101081

Faðir: 

Hvinur frá Blönduósi

Aðaleinkunn 7,64

Ljósvíkingur frá Úlfsstöðum

IS2015176233

Faðir: 

Bjartur frá Úlfsstöðum

Bygging 8,15

Ljúfur frá Úlfsstöðum

IS2020176231

Faðir: 

Kjérúlf frá Kollaleiru

Saga frá Söguey

IS2010201081

Faðir: 

Hágangur frá Narfastöðum

Aðaleinkunn 8,02

Saga frá Úlfsstöðum

IS2013276232

Faðir: 

Smyrill frá Úlfsstöðum

Aðaleinkunn 7,70

Gustur frá Úlfsstöðum

IS2016176231

Faðir: 

Steinn Steinar frá Útnyrðingsstöðum

Ylfa frá Úlfsstöðum

IS2021276231

Faðir: 

Spuni frá Vesturkoti

Úlfur frá Úlfsstöðum

IS2011176231

Faðir: 

Fífill frá Eskifirði

Bygging 7,98

Blæja frá Úlfsstöðum

IS2014276233

Faðir: 

Dagfari frá Sauðárkróki

Aðaleinkunn 7,45 án skeiðs 7,70

Svaki frá Úlfsstöðum

IS2018176232

Faðir: 

Organisti frá Horni

Aðaleinkunn 8,24

Roði frá Úlfsstöðum

IS2023176232

Faðir: 

Skýr frá Skálakoti

Smáralind frá kollaleiru_edited.jpg

Smáralind frá Kollaleiru

IS2003276450

Ég varð svo lánsamur að fá Smáralind í ræktun sumarið 2020 hjá Jónasi Hallgrímssyni á Úlfsstöðum.

 

Smáralind er ræktuð af Hans Kjerúlf og er óhætt að segja að á bak við hana sé rjóminn af gæðingum Kollaleiru. Faðir hennar er Smári frá Kollaleiru, sammæðra Kjerúlf, móðir þeirra Fluga frá Kollaleiru undan Stjörnu frá Hafursá og Laufa frá Kollaleiru. Móðir Smáralindar er Gunnhildur frá Kollaleiru undan Þotu frá Reyðarfirði sem var undan Laufa frá Kollaleiru syni Stjörnu frá Hafursá. Þvílíkur fjársjóður.

 

Ég hef fengið undan henni þrjá hesta síðan ég byrjaði að halda henni. Þeir eru undan Pensli Hvolsvelli, Ljósvaka Valstrýtu og Sjóð Kirkjubæ. Ég á hinsvega líka fjórar hryssur undan henni, Úu, Snerpu, Stiklu og Dís. Ein af þeim, Snerpa er komin í ræktun hjá mér.

Afkvæmi Smáralindar

Smyrill frá Úlfsstöðum

IS2009176233

Faðir:

Kjerúlf frá Kollaleiru

Aðaleinkunn

Sigra frá Úlfsstöðum

IS2013276234

Faðir:

Alexander frá Lundum

Kronika frá Úlfsstöðum

IS2016276233

Faðir:

Hágangur frá Narfastöðum

Aðaleinkunn 7,81 án skeiðs 8,13

Rökkvi frá Úlfsstöðum

IS201976231

Faðir:

Kjuði frá Dýrfinnustöðum

Laufi frá Söguey

IS2022101084

Faðir:

Ljósvaki frá Valstrýtu

Lind frá Úlfsstöðum

IS2011276234

Faðir:

Bragi frá Kópavogi

Aðaleinkunn 7,89

Snerpa frá Úlfsstöðum

IS2014276234

Faðir:

Úlfur frá Úlfsstöðum

Aðaleinkunn 7,95 án skeiðs 8,01

Bragi frá Úlfsstöðum

IS2017176235

Faðir:

Austri frá Úlfsstöðum

Dís frá Úlfsstöðum

IS2020276231

Faðir:

Ljósvíkingur frá Úlfsstöðum

Sjakali frá Söguey

IS2023101084

Faðir:

Sjóður frá Kirkjubæ

Úa frá Úlfsstöðum

IS2012276233

Faðir:

Hvinur frá Blönduósi

Aðaleinkunn 8,05

Gígja frá Úlfsstöðum

IS2015276231

Faðir:

Hágangur frá Narfastöðum

Aðaleinkunn 7,81 án skeiðs 8,13

Stikla frá Úlfsstöðum

IS2018276231

Faðir:

Drumbur frá Víðivöllum

Aðaleinkunn 7,96 án skeiðs 8,11

Smári frá Söguey

IS2021101084

Faðir:

Pensill frá Hvolsvelli

Snerpa frá Úlfsstöðum

IS2014276234

Snerpa er undan Smáralind frá Kollaleiru og Úlfi frá Úlfsstöðum sem var undan Sýn frá Söguey og Fífil frá Eskifirði, Keilissyni. Hún var sýnd þrisvar í kynbótadóm og hlaut hæst 7,91 í aðaleinkunn. Hún fékk t.a.m 9,0 fyrir hægt tölt og 8,5 tölt 5 vetra gömul.

Snerpa kom inní ræktunarhópinn eftir Landsmótið 2022 þar sem hún var á meðal keppenda í B flokki. Hún fór beint af keppnissvæðinu í Hjarðartún þar sem hún fór undir Sindra frá Hjarðartúni. Útúr því kom rauðstjörnótt hryssa sem heitir Stjarna frá Söguey. Hún er nú fylfull við Hulinn frá Breiðsstöðum.

Afkvæmi Snerpu

IS2023201081

Faðir:

Sindri frá Hjarðartúni

Guðbjört frá Úlfsstöðum

IS2012276234

Hestagullið Guðbjört frá Úlfsstöðum er í 50% eigu minni á móti Jóni Elvari á Hrafnagili og er óhætt að segja að þar fari mikið hestagull. Guðbjört vakti mikla athygli 4. vetra gömul þegar að Hans Kjerúlf sýndi hana í kynbótadómi á Iðavöllum þar sem hún hlaut hvorki meira né minna en fimm 9,0 fyrir hæfileika. Níurnar hlaut hún fyrir, tölt, hægt tölt, brokk, vilja/geð og fegurð í reið og aðaleinkunn uppá 8,08. 

 

Fjórum árum síðar var Guðbjört sýnd aftur af Leó Geir Arnarssyni og hlaut hún þá 8,16 í aðaleinkunn.


Guðbjört er heimaræktuð ef svo má segja undan Smyrli frá Úlfsstöðum, Kjerúlfssyni og Framsókn frá Úlfsstöðum, Gustsdóttur.

 
Egg var tekið úr Guðbjörtu þegar að hún var 4. vetra og útúr því kom Laufey frá Úlfsstöðum fædd 2017 undan Hróð frá Refsstöðum. Laufey var efnishryssa sem fór í 7,90 í kynbótadómi 4. vetra og minnti á margt á mömmu sýna. Hans Kjerúlf þjálfaði og sýndi hana. Laufey fór svo í þjálfun suður veturinn á eftir en þar drapst hún eftir slys rétt fyrir sýningu. Guðbjört er nú fylfull við Aspar frá Hjarðartúni.

Afkvæmi Guðbjartar

IS2017276234

Faðir:

Hróður frá Refsstöðum

Aðaleinkunn 7,90

IS2021165609

Faðir:

Sindri frá Hjarðartúni

IS2023265609

Faðir:

Rafnar frá Hrafnagili

Saga frá Söguey

IS2010201081

Saga er fyrstu verðlauna hryssa undan Hágangi frá Narfastöðum og Sýn frá Söguey sem gerir hana að systur fyrstu verðlauna hestana Austra frá Úlfsstöðum, Bragasyni frá Kópavogi og Svaka frá Úlfsstöðum, Organistasyni frá Horni.

 

Saga hefur átt fimm afkvæmi og tvö þeirra hafa komið til tamningar. Sá elsti, Gosi er geldingur undan Jarli frá Árbæjarhjáleigu sem er flottur reiðhestur. Glóð er undan Konsert frá Hofi og varð gerð reiðfær eftir áramót. Það er efnishryssa með mikinn fótaburð. Næst í röðinni koma svo Galsi undan Pensli frá Hvolsvelli, Ljóstýra undan Ljósvaka frá Valstrýtu og Svikamylla undan Sindra frá Hjarðartúni.

 

Saga er þegar þetta er ritað fylfull við Skagann frá Skipaskaga.

Afkvæmi Sögu

IS2019165940

Faðir:

Jarl frá Árbæjarhjáleigu

IS2022201085

Faðir:

Ljósvaki frá Valstrýtu

IS2020201085

Faðir:

Konsert frá Hofi

IS2023201085

Faðir:

Sindri frá Hjarðartúni

IS2021101085

Faðir:

Pensill frá Hvolsvelli