top of page
Image by Marek Piwnicki
Guðbjört1.jpg

Guðbjört frá Úlfsstöðum

IS2012276234

Hestagullið Guðbjört frá Úlfsstöðum er í 50% eigu minni á móti Jóni Elvari á Hrafnagili og er óhætt að segja að þar fari mikið hestagull. Guðbjört vakti mikla athygli 4. vetra gömul þegar að Hans Kjerúlf sýndi hana í kynbótadómi á Iðavöllum þar sem hún hlaut hvorki meira né minna en fimm 9,0 fyrir hæfileika. Níurnar hlaut hún fyrir, tölt, hægt tölt, brokk, vilja/geð og fegurð í reið og aðaleinkunn uppá 8,08. 

 

Fjórum árum síðar var Guðbjört sýnd aftur af Leó Geir Arnarssyni og hlaut hún þá 8,16 í aðaleinkunn.


Guðbjört er heimaræktuð ef svo má segja undan Smyrli frá Úlfsstöðum, Kjerúlfssyni og Framsókn frá Úlfsstöðum, Gustsdóttur.

 
Egg var tekið úr Guðbjörtu þegar að hún var 4. vetra og útúr því kom Laufey frá Úlfsstöðum fædd 2017 undan Hróð frá Refsstöðum. Laufey var efnishryssa sem fór í 7,90 í kynbótadómi 4. vetra og minnti á margt á mömmu sýna. Hans Kjerúlf þjálfaði og sýndi hana. Laufey fór svo í þjálfun suður veturinn á eftir en þar drapst hún eftir slys rétt fyrir sýningu. Guðbjört er nú fylfull við Aspar frá Hjarðartúni.

Afkvæmi Guðbjartar

Laufey frá Úlfsstöðum

IS2017276234

Faðir:

Hróður frá Refsstöðum

Aðaleinkunn 7,90

Korpur frá Hrafnagili

IS2021165609

Faðir:

Sindri frá Hjarðartúni

Gulleyja frá Hrafnagili

IS2023265609

Faðir:

Rafnar frá Hrafnagili

bottom of page