top of page
Image by Marek Piwnicki
Saga 9.JPG

Saga frá Söguey

IS2010201081

Saga er fyrstu verðlauna hryssa undan Hágangi frá Narfastöðum og Sýn frá Söguey sem gerir hana að systur fyrstu verðlauna hestana Austra frá Úlfsstöðum, Bragasyni frá Kópavogi og Svaka frá Úlfsstöðum, Organistasyni frá Horni.

 

Saga hefur átt fimm afkvæmi og tvö þeirra hafa komið til tamningar. Sá elsti, Gosi er geldingur undan Jarli frá Árbæjarhjáleigu sem er flottur reiðhestur. Glóð er undan Konsert frá Hofi og varð gerð reiðfær eftir áramót. Það er efnishryssa með mikinn fótaburð. Næst í röðinni koma svo Galsi undan Pensli frá Hvolsvelli, Ljóstýra undan Ljósvaka frá Valstrýtu og Svikamylla undan Sindra frá Hjarðartúni.

 

Saga er þegar þetta er ritað fylfull við Skagann frá Skipaskaga.

Afkvæmi Sögu

Gosi frá Hrísum

IS2019165940

Faðir:

Jarl frá Árbæjarhjáleigu

Ljóstýra frá Söguey

IS2022201085

Faðir:

Ljósvaki frá Valstrýtu

Glóð frá Söguey

IS2020201085

Faðir:

Konsert frá Hofi

Svikamylla frá Söguey

IS2023201085

Faðir:

Sindri frá Hjarðartúni

Galsi frá Söguey

IS2021101085

Faðir:

Pensill frá Hvolsvelli

bottom of page