top of page

Ugla í byggingardóm

Ugla frá Söguey fór í byggingardóm á Hólum helgina 13 - 15 ágúst sl. Hún hlaut 7,97 í einkunn en vonandi potast það uppávið næsta sumar. Ugla er undan 1. verðlaunahryssunni Skessu frá Kópavogi og Eldi frá Naustum 3.

Skessa er undan Sókrates frá Herríðarhóli ósýndum hesti undan Spólu frá Herríðarhóli og Orra frá Þúfu. Alsystir Sókratesar er heiðursverðlaunahryssan Hera frá Herríðarhóli sem hefur heldur betur skilað og fara þar fremstir stóðhestarnir Hágangur frá Narfastöðu og Stormur frá Herríðarhóli. Móðir Skessu er Vordís frá Kópavogi, undan Hrafni frá Holtsmúla og Gunnhildi frá Kópavogi.

Eldur er fyrstuverðlauna Álfssonur sem nú er kominn til Svíþjóðar. Móðir hans er Ugla frá Grund 2, undan Aron frá Strandarhöfði og Hremmsu frá Kjarna. Þrjú af sex afkvæmum Uglu hafa hlotið fyrstu verðlaun í kynbótadómi.

Ugla yngri var ekkert tamin 4. vetra en Egill Bjarnasson og Pernilla Göransson tömdu hana og þjálfuðu fram að byggingardómi.





61 view0 comments

Recent Posts

See All

Commentaires


bottom of page