top of page

Sýn Köstuð



Sýn frá Söguey kastaði í dag brúnni hryssu undan Loka frá Selfossi. Fyrstu kynni eru góð, sú stutta sýndi strax flottar hreyfingar nokkurra klukkutíma gömul. Fleiri myndir verða birtar síðar en þetta verður að duga í bili. Sameign okkar Jóns Elvars, Anna frá Breiðstöðum er einnig köstuð og duttum við Jón í lukkupottinn með hana því þar kom einnig brún hryssa.




 
 
 

Comments


bottom of page