Folaldasýning Hrossaræktarfélagsins Náttfara fór fram nýlega á Melgerðismelum. Mikill fjöldi folalda var skráður til leiks eða alls 58. Sýningin markaði tímamót því hún var sú fyrsta sem var dæmd eftir reglum FEIF um folalda og unghrossadóma. Það þýðir að niðurstöður dóma eru skráðir jafnóðum inná síðunni icefoal.com Þar er hægt að skoða dóma á öllum folöldum sýningarinnar sem og ættir, ræktendur og eigendur svo eitthvað sé nefnt. Eyþór Einarsson var sem fyrr dómari og lagði þónokkur fjöldi fólks leið sýna á Melana og fylgdist með. Svo fór að sonur Sýnar frá Söguey sigraði hestflokkinn með 162 stig. Hér að neðan má sjá úrslitin.
Hestar
1 sæti
Roði frá Úlfsstöðum
162 stig
F: Skýr frá Skálakoti
M: Sýn frá Söguey
Eig: Jónas Hallgrímsson
2 sæti
Gestur frá Borgarhóli
158 stig
F: Kjarni frá Fellshlíð
M: Kviða frá Borgarhóli
Eig: Elín og Ævar
3 sæti Kjarni frá Litla-Dal
156 stig
F: Rauðskeggur frá Kjarnholtum
M: Katla frá Litla-Dal
Eig: Kristín Thorberg
Hryssur
1 sæti
NN frá Höskuldsstöðum
158 stig
F: Sindri frá Hjarðartúni
M: Gróska frá Garðshorni
Eig: Snæbjörn Sigurðsson
2 sæti
Fjöður frá Borgarhóli
157 stig
F: Einskeggur frá Fellshlíð
M: Þruma frá Höskuldsstöðum
Eig: Gestur Stefánsson
3 sæti
Klöpp frá Hrafnagili
157 stig
F: Hákon frá Ragnheiðarstöðum
M: Klettagjá frá Hrafnagili
Eig: Jón Elvar
Glæsilegasta folaldið að mati áhorfenda Gestur frá Borgarhóli
댓글