Í gær var Snerpa frá Úlfsstöðum köstuð og reyndist það vera jörp hryssa undan Hulinn frá Breiðstöðum. Þriðja folaldið sem fæðist mér í sumar og allt hryssur. Áður voru fæddar tvær Lokadætur. Önnur þeirra er sameign okkar Jóns Elvars undan Önnu frá Breiðstöðum. Sumarið fer vel af stað og vonandi heldur hryssulánið áfram.
Hryssa undan Snerpu frá Úlfsstöðum og Hulinn frá Breiðstöðum
Skálmöld undan Loka frá Selfossi og Sýn frá Söguey.
Hryssa undan Loka frá Selfossi og Önnu frá Breiðstöðum.
Comments