Sumar reiðtúrar
Kaupvangsbakkar, Eyjafjarðarsveit
Nafnlausvegur
601 Akureyri
Ísland
Almennar upplýsingar
Velkomin í Hestaleiguna Kátur 🙂 Við erum lítil hestaleiga Í nágrenni við Akureyri sem býður uppá reiðtúra fyrir alla á öllu getu stigi. Hvort sem þið eruð vön eða byrjendur skiptir ekki máli, alltaf einhvað fyrir alla. Komdu og vertu með í 1-3 klukkutíma reiðtúrunum okkar með leiðbeinanda og upplifðu íslensku náttúruna í nýju ljósi. Fjölskylda, vinir, vinnuhópar og einstaklingar, allir eru velkomnir! Einnig bjóðum við upp á sérsniðna reiðtúra sem eru hannaðir eftir ykkar óskum. Fyrir heimafólk, Akureyringa, bjóðum við uppá sérstök affsláttar tilboð. Það skiptir ekki máli hvort þú hafir aldrei sitið hest eða hefur mikla reynslu í hestamennskunni, við erum með rétta hestinn og réttan reiðtúr fyrir þig. -> Bókaðu reiðtúr á Akureyri hér.
Við hlökkum til að sjá þig!
Liðið hjá Hestaleigunni Kátur – Baldur, Elena & Maríanna
klippikortið veitir þér afslátt á 1-klukkutíma reiðtúrunum og er samtals 50.000 kr. Þannig í stað þess að hver reiðtúr kosti þér stakur 7.500 kr þá kostar hver einungis 5.000 kr með klippikortinu. Kortið getur verið notað af þér, vinum þínum og/eða fjölskyldu :). Eins klukkutíma reiðtúrarnir eru hannaðir fólki með og án reynslu og leiða ykkur meðfram bökkum Eyjafjarðaráar með fallegt útsýni inn fjörðinn umvafinn fallegum fjöllum.
Hefur þú góðan bakgrunn í hestamennskunni en engann aðgang að hrossum eða vilt einfaldlega prófa nýjar reiðleiðir í góðum félagsskap? Útreiðahópur fyrir vana unglinga og fullorðna er tilvalið tækifæri fyrir þig. Hópurinn býður þátttakendum uppá 1- 2,5 klukkutíma reiðtúra, 1-2 í viku, í fallegu umhverfi á bökkum eyjafjarðasveitar. Ásamt reiðtúrum taka þáttakendur þátt í almennri umgengni hrossanna. Einungis pláss fyrir 4-8 manns í hverjum hóp.
Ertu að leita af einhverju öðru en hefðbundnum reiðtúr? Tækifæri fyrir börnunum þínu að kynnast hestunum? Einkareiðtúr til þess að bæta reiðmennskuna þína? Afþreyingu á Akureyri og koma með fyrirtækinu þínu í skemmtilegan reiðtúr?
Hafðu samband
Fyrir vana og óvana
Þú þarft alls ekki að hafa áhyggjur að því að þú hafir aldrei sitið hest áður. Við erum með róleg og vel þjálfuð hross sem henta öllum. Hinsvegar mælum við með að byrjendur taki stittri reiðtúrana eins og t.d. 1-klukkustund eða farið yfir ánna. Fyrir lengrakomna eru svo hraði 2-klukkutíma-reiðtúrinn og hálfs-dags-reiðtúrinn.
Reiðtúrarnir okkar bjóða fólki upp á tvær mismunandi reiðleiðir. Annarsvegar upp í kjarnaskóg (opnar í júlí) og hinsvegar meðfram bökkum fallegu Eyjafjarðaráar í miðjum firðinum umkringd fjöllum og útsýni yfir á Akureyri.
Í hverjum reiðtúr munum við velja hraðan eftir þörfum gestanna okkar. Hvort sem ykkur langar að fara hægt allan tíman eða fara hraðar upp á tölt eða brokk skiptir ekki máli, bara að ykkur líði vel og þið náið að njóta sem mest.
Gildi yfir alla reiðtúra: Í hverjum túr mun alltaf að minnstakosti einn leiðsögumaður vera til staðar. Einnig vegna aukins öryggis verða hnakkarnir okkar búnir öryggisístöðum.
Í sumum tilfellum bjóðum við upp á að skipta hópnum í tvennt 20 mín inn í reiðtúrinn, hraðari hóp og hægari hóp. Það er einungis gert ef hópurinn inniheldur fleiri en 3 þáttakendur eða er samansettur af af fleiri en einum viðskiptavinum.
1-klst, 1,5-klst, 2-klst, hálfs dags reiðtúr og sérsniðrnir reiðtúrar
Í þessum reiðtúr getur verið basl að halda löppunum þurrum þar sem farið verður yfir ánna tvisvar sinnum 😀 Leiðin sem farin verður er mikið elskuð leið umkringd fjallalínu fjarðarins meðfram bökkum Eyjafjarðaráar. Leiðin byrjar á malarveigi en færist svo yfir á mjúkar moldarleiðir seinna meir.
Einfaldur reiðtúr sem hentar öllum, Leiðin sem farin verður er mikið elskuð leið umkringd fjallalínu fjarðarins, meðfram bökkum Eyjafjarðaráar. Leiðin byrjar á malarveigi en færist svo yfir á mjúkar moldarleiðir seinna meir.
Þar sem þessi reiðtúr var hannaður einungis fyrir fólk með reynslu gefst þáttakendum tækifæri á að velja meðal annars leiðir og hraða. Hvort sem við förum um á hægu brokki og tölti eða hröðu stökki er algjörlega undir ykkur komið. Reiðleiðinar tvær
Í þessum reiðtúr býðst þáttakendum tækifæri að fara meðfram ánni á flötum og mjúkum reiðveg og hinsvegar að fara bratan og skemtilega reiðleið upp hesthúsa svæðið fyrir ofan Akureyri (opnar í júlí). Þar sem reiðtúrinn tekur 3 klukkustundir verður stoppað að minnstakosti einu sinni á leiðinni til að hvíla hestanna og teyja úr okkur.
1-2 klukkustundir eða farið yfir ánna
Reiðtúrar fyrir byrjendur:
Reiðtúrar fyrir þá sem hafa reynslu:
Keyrsla frá og til Akureyrar er möguleiki 1.500 kr á mann
Vinsamlega lesið útskýringar á reiðtúrum fyrir bókun
Kaupvangsbakkar, Eyjafjarðarsveit
Nafnlausvegur
601 Akureyri
Ísland
Baldur Rúnarsson er fæddur og uppalinn í Hveragerði fyrir sunnann. Hann var alinn upp í hestmennskunni og hefur því mikla þekkingu og reynslu á íslenska hestinum. Hann hefur unnið við tamningar, járnun og einnig ræktað hross með góðum árangri í mörg ár.
Maríanna Ósk er fædd og uppalin á Akureyri. Hún hefur unnið sem leiðsögumaður og einnig aðstoðar reiðkennari hjá hestaleigunni káti í meira enn fimm ár. Þar sem Maríanna hafði ekki mikinn aðgang af hrossum þegar hún var yngri mætti hún á öll þau reiðnámskeið sem hún gat fundið þangað til hún sótti um hjá okkur.
Elena kom til okkar árið 2016 frá þýskalandi. Hún er með mikla reynslu á íslenska hestinum og vinnur meðal annars sem leiðsögumaður, auglýsingastjóri og markaðsstjóri hjá okkur í hestaleigunni. Hún talar þýsku, ensku og er með grunnþekkingu í íslenskunni.